Tenglar

Nafn:

Hafdal-Hestar ehf

Farsími:

895-1118

Heimilisfang:

Glæsibær 2

Staðsetning:

Eyjafjörður

Kennitala:

660410-0820
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 371101
Samtals gestir: 87041
Tölur uppfærðar: 21.8.2017 19:28:08

Færslur: 2010 Október

30.10.2010 17:24

Sauðfjárfréttir

Gleymdi víst alveg að segja frá að það voru göngur 12.sept og við heimtum allt nema eitt lamb, það eru fréttir hér í sveitinni þegar heimtast allar ærnar í Glæsibæ í fyrstu göngum, því það hefur sjaldan skeð.  Nú er búið að láta meta lömbin,hrútarnir voru býsna góðir og stiguðust ágætlega en gimrarnar voru síðri. Við seldum tvo hrúta og settum á fjórar gimbrar, ekki fjölgaði þó því við slátruðum fjórum ám.  Meðalvigtin var góð þetta árið 20.4 kg. svo Rikki kvartaði ekkert voða mikið en hann vill alltaf meira og betra.  Þar sem við erum frekar litaglöð þá fengum við goltóttan hrút hjá Lalla á Bægisá sem heitir því ágæta nafni Dúlli en okkur fannst vanta goltótt í litaflóruna, vorum búin að hafa flekkóttan hrút svo ég fékk loksins góða flekkótta gimbur sem ég gat sett á. Þegar Rikki náði  í hrútinn, keypti hann mógoltótta gimbur sem hann sá hjá Lalla og varð að eignast líka svo það fjölgaði um eina ásetta kind í Glæsibæ þetta haustið.

30.10.2010 17:09

Upp úr jörð

Austurveggur

Þá er húsið loksins að koma upp úr jörð,steyptum fyrst vegginn að austan. Það var steypt á fimmtudaginn var. Í dag er Rikki að ganga frá og loka skurðum, það er komið vatn,rafmagn og rotþróin frágengin.

17.10.2010 13:47

Þróttur og Þrenning.

Fórum og litum á Þrótt en hann er í hólfi á Dagverðareyri. Þetta er síðasta afkvæmi Þráar minnar en hún er hætt að halda núna orðin 26.vetra svo það er ekki skrítið. Þróttur er undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og myndar foli, ég vona að hann standi undir væntingum. Þrenning systir hans undan Klett frá Hvammi er í frumtamningu á Hólum og gengur bara vel og ég vona að hún komi í stað móður sinnar í ræktun okkar.


16.10.2010 19:45

Eitt haughús komið

Þá er búið að steypa austara haughúsið og búið að slá upp fyrir vestara haughúsinu en það verður steypt á mánudag. Það verður frábært þegar það er búið.

13.10.2010 16:36

Pestin enn að.

Fórum suður í hólf og náðum í tvær folaldsmerar, folöldin voru svo veik að við fengum dýralækni og létum sprauta þau. Það voru yngstu folöldin sá skjótti undan Nótt sem hefur fengið nafnið Gormur og svo er hér hún Slaufa hans Jónasar Bergsteins með enn einn folann sá er undan Aðli frá Nýjabæ og  heitir hann Bergur.

Bergur og Gormur

13.10.2010 16:25

Rotþró

Það var sett niður rotþróin um daginn,það er gott að vera búin að því fyrir frost. Ásbjörn bróðir kom og gekk frá þessu fyrir okkur, hann kann þetta alveg. Alltaf gott að eiga góða að og flýtir fyrir að fá aðstoð.

11.10.2010 14:31

Hellusteypa

Nú var ein stærsta steypan steypt í dag það var gólfið í hesthúsinu. Það mættu þrír múrarar kl.8 í morgun og voru steyptir 25 rúmmetrar af steypu. Það var fyndið að vera heima og vita af því að væri verið að steypa og sjá ekki uppí hesthús fyrir þoku hún var svo dimm og er það enn. Það var allt búið kl.14.og þá fóru feðgar að tala um að þá langaði á hestbak og fá smáfrí eftir að vera búnir að vinna alla helgina.

Þoka kl.09Um kl.10 sá aðeins uppeftirGólfið komiðÁnægðir með vel unnið verk

09.10.2010 15:09

Gjafir.

Í gær kom pakki í póstinum, í honum voru þessar fallegu könnur með merki Hafdal-Hesta. Þetta sendi Guðrún Dögg feðgunum í afmælisgjöf. Þeir eru mjög ánægðir,enda frábærar gjafir.
07.10.2010 16:37

Steypa.

Þá er búið að steypa botninn í hitt haughúsið og annan vegginn undir refahúsið. Steypan átti að koma kl.4 í gær en það voru tafir hjá Arnarfelli og komu ekki fyrr en kl.7  en allt gekk á endanum þó væri orðið dimmt. Nú er verið að undirbúa gólfið í hesthúsinu og vonandi steypt á mánudag. Það er um að gera að nota þessa blíðu í svona steypur.

Ég er búin að setja nokkrar myndir inná myndasíðuna af framkvæmdunum.


03.10.2010 19:50

Leikur farinn.

Leikur
  Stundum ske hlutirnir hratt og þannig var það í dag, það kom símtal um hádegi og Leikur Sámssonur og Þrautar var seldur óséð og Rikki er nú í þessum skrifuðu orðum að keyra hann á móti eiganda sínum. Ég vona að honum litist vel á, og óska honum  til hamingju með gott hestefni.

01.10.2010 19:35

Tína.

 
Rikki ákvað að gefa mér afmælisgjöf snemma í ár, hann hefur oft verið mjög hugmyndaríkur og hagsýnn þegar hann gefur mér afmælisgjafir. Einu sinni gaf hann mér t.d. spaða til að moka tröppurnar en þá hafði ég kvartað yfir að það þyrfti að moka tröppurnar, setti meira að segja rauða slaufu á skaftið, hann kom að góðum notum. Núna gaf hann mér svarta labradortík sem er 18. mánaða gömul og heitir Tína. Okkur hefur lengi langað að fá okkur labrador og nú kom tækifærið og hann stökk á það. Nú er spurningin með hagsýnina í þessu og hún er sú að nú hafði ég kvartað yfir að hafa engann til að hafa með mér á göngu á kvöldin, og nú er öruggt að ég verð dugleg að fara í gönguferðir.
  • 1