Tenglar

Nafn:

Hafdal-Hestar ehf

Farsími:

895-1118

Heimilisfang:

Glæsibær 2

Staðsetning:

Eyjafjörður

Kennitala:

660410-0820
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 371101
Samtals gestir: 87041
Tölur uppfærðar: 21.8.2017 19:28:08

Færslur: 2013 Nóvember

26.11.2013 15:20

Folarnir


Hektor í fyrsta reitúrnum.

 

Við tókum inn nokkra fola um daginn og höfum verið að temja þá og það gengur mjög vel.  Þeir eru fimm svo það er um að gera að slaka ekki mikið á.  Þetta eru allt mjög eigulegir hestar, skapgóðir og hreyfingafallegir þó sumir séu álitlegri en aðrir.  Aðalatriðið er að það takist að temja í rólegheitum og leyfa þeim að fá tíma til að hugsa og skilja hvað við viljum.
 Þessir folar eru frekar vel ættaðir, þá er þar fyrstur hann Krapi sem er u. Kolfinnu 1. verðlauna hryssunni okkar og Hrym frá Hofi, Þetta er stór og flottur foli, fallega steingrár og með flottar hreyfingar. Næstur er Dimmir u. Dimmu-Nótt Náttfaradóttir og Gígjari f. Auðsholtshjáleigu, þetta lítill naggur, rosa töffari, dökkbrúnn, faxprúður og sýnir flotta takta. Þá er Spyrnir rauðblesóttur u. Gammi f. Steinnesi og Hremmsu gömlu, síðasta afkvæmi hennar svo við erum farin að vita hvers er að vænta enda virðist hann vera hversmanns hugljúfi, gæfur og traustur,  verður örugglega góður reiðhestur. Svo eru tveir bræður sem við keyptum í Hraukbæ, Demantur rosalega fallegur og ekki skemmir liturinn ljósmoldóttur, það á eftir að koma í ljós hvort hann verður ekki flottur á velli. Hann er u. Pen f. Hraukbæ og  Aski f. Víðidal eins og bróðir hans að föðurnum Hektor sem er jarpskjóttur u. Freyju f. Hraukbæ, hann er líka efnilegur og hreyfingafallegur, skemmtilegur klár. Það eru myndir af þessum hestum inná síðunni undir unghross og söluhross.


 Krapi.

25.11.2013 13:24

Tamningarnar að fara í gang.

 


Spyrnir u. Gammi f. Steinnesi,

Sælt veri fólkið.
 Það er alveg kominn tími á smáfréttir héðan, hér er það helst að frétta að karlinn hann Rikki er orðinn eldhress eftir þessa gigt sem hann fékk í sumar, já bara eins og nýr, ótrúlegt hvað þessir sterar geta gert gott þar sem þeir eiga við.  Við tókum inn  nokkra fola sem við eigum og gengur þvílíkt vel með þá, enda veðrið býsna gott til tamninga, þó það rjúki upp stundum þá er snjólétt hérna hjá okkur.
 Við erum búin að fá starfskraft frá Danmörku, hana Nikoline,  það er svo mikill munur að hafa svona hjálparhönd í þessu trippadóti.
   Það er um að gera að hafa samband ef ykkur vantar að senda í tamningu því hér eru enn nokkur pláss laus, aðstaðan er frábær og skemmtilegt að vinna í svona góðu umhverfi, hrossin afslöppuð og róleg enda sá tími ársins.

 Rikki er byrjaður að járna á fullu svo ekki hika við að hringja og panta járningar.
 
 

  • 1