Tenglar

Nafn:

Hafdal-Hestar ehf

Farsími:

895-1118

Heimilisfang:

Glæsibær 2

Staðsetning:

Eyjafjörður

Kennitala:

660410-0820
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 371101
Samtals gestir: 87041
Tölur uppfærðar: 21.8.2017 19:28:08

Færslur: 2012 Júní

24.06.2012 01:59

Nýr starfskraftur.


                    Signe og Kolbakur frá Hrafnsstöðum, Forsetasonur flottur í fjórgang.

 Það var ákveðið að reyna að drífa áfram að temja hrossin sem var byrjað á um það leiti sem byrjað var á hesthúsinu. Við sáum frammá að við kæmumst ekki yfir þetta nema bæta við mannskap svo við höfðum samband við bróður Rikka í Danmörku og hann reddaði okkur stúlku. Signe kom fyrir tveim vikum síðan og er dugleg við útreiðarnar, þau sinna þessu mest unga fólkið því Rikki hefur nóg að gera í reddingum og járningum. Þau eru með vel yfir 30. hross á járnum og mest í okkar eigu og á ýmsum aldri. Þau voru sum hissa sem höfðu verið í friði árum saman að vera rekin heim og járnuð allt í einu, en það þarf að reyna að klára þetta og koma þessu í sölu.

      Þetta er Dögun u.Tígli f. Gígjarhóli og Dimmu-Nótt Náttfaradóttir gott blóð í ræktun.


16.06.2012 20:00

Slaufa köstuð

Slaufa frá Akureyri kastaði í gærmorgun en við fengum hana lánaða hjá vinafólki okkar. Slaufa kom með rauðblesótta meri undan Eldi frá Torfunesi. Það er frábært því okkur fannst vera farið að vanta merar hér hjá okkur. Slaufa er undan Baldri frá Bakka og með 1. verðlaun svo það stendur gott að þessu folaldi.
Við tókum myndir af veturgömlu folunum áður en þeir fóru í ungfolahólf í dag. Þeir eru mjög vænir og líst okkur vel á þessa fola.


Geysir frá Glæsibæ 2
Geysir frá Glæsibæ 2


Mjölnir frá Glæsibæ 2
Mjölnir frá Glæsibæ 2


Glæðir frá Glæsibæ 2
Glæðir frá Glæsibæ 2

08.06.2012 17:01

Gnótt sýnd

Í dag lauk kynbótasýningu á Dalvík. Gnótt frá Glæsibæ 2 var sýnd af Bjarna Jónassyni. Það fór ekki alveg eins og við vonuðum. Dómararnir voru ekki alveg sáttir við bygginguna hennar og fékk hún einungis 7,28. Það er lægra en við bjuggumst við þrátt fyrir að vita það að ekki væri hún að fara hátt í byggingu. En hæfileikadómur gekk ágætlega. Hún fékk hvergi undir 8 nema fyrir skeið.
Gnótt var tekinn inn í mars og hefur ekki verið sinnt alveg á fullu og er því ekki í toppformi og við teljum að hún eigi enþá aðeins inni í styrk og rými.
Kynbótasýning á Dalvík

Dagsetning móts: 04.06.2012 - 08.06.2012 - Mótsnúmer: 10
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2006.2.65-415 Gnótt frá Glæsibæ 2

Sýnandi: Bjarni Jónasson

Mál (cm):

138   137   65   138   28   17.5  

Hófa mál:

V.fr. 8,2   V.a. 7,4  

Aðaleinkunn: 7,56

 

Sköpulag: 7,28

Kostir: 7,74


Höfuð: 7,0
   A) Gróft höfuð  

Háls/herðar/bógar: 7,5
   D) Djúpur  

Bak og lend: 8,0
   8) Góð baklína  

Samræmi: 7,0
   E) Þungbyggt   I) Flatar síður  

Fótagerð: 7,5
   G) Lítil sinaskil  

Réttleiki: 7,5
   Framfætur: C) Nágengir  

Hófar: 7,0
   A) Flatbotna   G) Útflenntir  

Prúðleiki: 6,0

Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta  

Brokk: 8,0
   2) Taktgott   B) Ferðlítið  

Skeið: 5,0

Stökk: 8,0

Vilji og geðslag: 8,0
   3) Reiðvilji  

Fegurð í reið: 8,5
   4) Mikill fótaburður  

Fet: 8,5
   1) Taktgott   3) Skrefmikið  

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 8,5

08.06.2012 16:49

Rós frá Hraukbæ

Í fyrra vor seldum við 3. vetra meri, Rós frá Hraukbæ. Hún fór svo fylfull við Hágang frá Narfastöðum út til Þýskalands í haust. Nýr eigandi er Simone Stichler og var draumurinn að fá rauðskjótta meri undan Rós og Hágang.

Frekja fæddist svo 28. maí sl. og er Simone mjög ánægð með þær mæðgur.

Það er alltaf gaman að heyra frá ánægðum kaupendum og ekki verra þegar draumar rætast.
04.06.2012 19:25

Kvika sýnd

Kvika frá Glæsibæ 2 var sýnd á sýningunni á Vindheimamelum í síðustu viku.
Guðrún var með Kviku sem nemendahest á Hólum í vetur og gekk það ljómandi vel. Merin hefur aldrei verið betri eins og nú í vor og vorum við því bjartsýn á sýninguna.
Hún lækkaði um 11 kommur í byggingu sem okkur fannst óverðskuldað. En hæfileikadómurinn gekk mjög vel og litum við vonglöð til yfirlitssýningarinnar og ætluðum að hún myndi hækka eitthvað þá. En alltaf þarf eitthvað að koma fyrir, hún var slegin illa daginn áður og var því stokkbólgin á hækli í yfirlitssýningunni og hækkaði ekkert.
En góður klárhryssudómur er niðurstaðan og ekki slæmt að vera með 8 og yfir fyrir allar gangtegundir nema skeið.

Kvika er afskaplega skemmtilegt hross, hún er viljug og næm en mjög þjál sem gerir það að hver sem er getur riðið henni. Hún er afar traust og skemmtileg með frábærar gangtegundir. Þess má geta að hún er til sölu.

Kvika og Bjarni Jónasson


Héraðssýning á Vindheimamelum

Dagsetning móts: 28.05.2012 - 01.06.2012 - Mótsnúmer: 08
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2005.2.65-416 Kvika frá Glæsibæ 2

Sýnandi: Bjarni Jónasson

Mál (cm):

139   135   64   140   27.5   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,7   V.a. 8,5  

Aðaleinkunn: 7,79

 

Sköpulag: 7,66

Kostir: 7,88


Höfuð: 8,0
   5) Myndarlegt  

Háls/herðar/bógar: 8,0

Bak og lend: 7,5
   F) Stutt lend  

Samræmi: 8,0

Fótagerð: 7,5

Réttleiki: 7,5
   Framfætur: C) Nágengir  

Hófar: 7,0
   A) Flatbotna   C) Efnisþunnir  

Prúðleiki: 7,0

Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   5) Skrefmikið  

Brokk: 8,5
   2) Taktgott   4) Skrefmikið   6) Svifmikið  

Skeið: 5,0

Stökk: 8,0
   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 8,5
   2) Ásækni   4) Þjálni  

Fegurð í reið: 8,5
   3) Góður höfuðb.   4) Mikill fótaburður  

Fet: 8,5
   1) Taktgott  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0


  • 1