Tenglar

Nafn:

Hafdal-Hestar ehf

Farsími:

895-1118

Heimilisfang:

Glæsibær 2

Staðsetning:

Eyjafjörður

Kennitala:

660410-0820
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 371101
Samtals gestir: 87041
Tölur uppfærðar: 21.8.2017 19:28:08

Færslur: 2011 Mars

27.03.2011 09:19

Meira

Svona er þetta utanfrá húsið breytist býsna mikið.

26.03.2011 17:19

Þakgluggi


Það er mikil ánægja með það að það skuli vera svona gott veður núna, en samt var býsna hvasst hér í morgun. Það var byrjað að setja þakgluggann í í morgun eftir miklar pælingar og stúderingar um smíði á þessu var loksins gert eitthvað sem sést.
En það þannig að Rikki keypti efni í síðustu viku svo kom Jónas og sagaði það til einhverja fláa og svoleiðis. Þá var það keyrt hálfa leiðina í bæinn þar sem það var málað fyrst með glæru og svo með hvítu, síðan flutt aftur heim.
Svo var Rikki að smíða undir gluggann milli þess sem var skroppið og málað eina umferð og á föstudagsmorgun var loksins búið að byggja undir gluggann, þá var farið og náð í gluggaefnið, svo fór  Rikki í reiðmanninn, síðan í fjós á Dagverðareyri. Eftir kvöldmat fórum við svo og skrúfuðum saman fjóra glugga til að flýta fyrir morgundeginum. Í dag kom svo Jónas og þeir hentu upp þessum gluggum og settum saman nærri alla gluggana.

22.03.2011 14:02

Hrossin

Á meðan veðrið hefur verið svona leiðinlegt notuðum við tímann og tókum myndir af hrossunum sem er verið að temja, nú erum við búin að setja myndir af þeim inná myndasíðuna. Eins og sést var færið ekki alltaf það besta.
Gnótt, Moladóttir

21.03.2011 23:45

Fréttir

Hæ við erum hérna enn, langt liðið síðan síðast. Staðan er þannig að það gerist mest lítið,veðrið er ekki til að hrópa húrra fyrir og ekki gott að vinna í mæninum í mesta rokinu og svo er golan svo skítköld, tilboðið í mænisgluggann var of hátt svo Rikki smíðar hann bara sjálfur, er búin  að redda sér stað til að mála timbrið svo það fer að ganga.
 Rikki er líka búinn að smíða strompinn á húsið mér leist stundum ekkert á hann hélt hann fyki niður af þakinu en þetta hafðist. Vinur okkar í Reykjavík smíðar hina gluggana fyrir okkur og kemur með þá norður.
 Svo er einn vinur okkar að taka að sér að sjóða saman stíuhliðin og milligerðirnar, svo eins og sést hefur tíminn verið notaður við að vinna í ýmsum málum sem þarf að koma frá. Svo hefur Rikki líka járnað nærri öll kvöld í síðustu viku.
Við rákum heim stóðið í dag sem væri valla í frásögu færandi því þau hlaupa yfirleitt á þvílíku kani heim að við megum hafa okkur við að fylgja þeim. Og í þetta skiptið var þetta ekki öðruvísi nema það að hann Þrymur gamli missti fótanna og datt og steinrotaðist, Rikki var að loka hliðinu og svona svo hann kom aðeins á eftir,  brá ekki smá þegar hann keyrði fram á hross á veginum og hélt að það væri steindautt en kraftaverkin gerast karlinn fór að hreyfa sig standa upp var svolítið utangátta en hann hljóp svo heim að hesthúsi og við settum hann til hinna hrossanna, það var eins og skammaðist sín aðeins labbaði bara í burtu frá þeim eins og hann vildi vera einn og ná áttum..

14.03.2011 17:23

Leiðindaveður

Veðrið er alveg ótrúlegt þessa dagana stórhríð um daginn hláka núna sem er allt í lagi nema þessi vindur það er svo hvasst að ekkert er hægt að gera í húsinu. Það var svo mikill snjór og ófærð að það varð að fara um allt á Setor i stórhríðinni um daginn.
 Rikki kom inná fimmtudaginn og sagði að kúplingin væri biluð, mér leist ekkert á það. Ég fór út að ganga með hana Tínu mína og fannst Setorinn halla eitthvað skrítilega þar sem hann stóð, daginn eftir kom i ljós að hann var púnkteraður enn eina ferðina.
 Rikki er búinn að fá alveg nóg, kúplingin biluð og dekkið ónýtt.En það var kúplingsdælan sem var farin og það var gert við það þegar hríðinni slotaði. Svo keyptum við dekk undir hann svo núna er hann á nýjum dekkjum hringinn og kúplingin komin í lag og  allir mjög ánægðir með það, enda setorinn  notaður nærri uppá hvern einasta dag og algjört þarfaþing.

09.03.2011 15:35

Hrossin

Hérna gerist ekki mikið þessa dagana allavega ekkert sem sést mikið. Það eru eins og það þurfi allir að hafa fund þessa vikuna og Rikki er á fundum annan hvern dag núna, svo hefur hann verið að járna fór t.d. í Mývatnssveit og járnaði. Við erum að bíða eftir tilboði í smíði á mænisglugganum og vonandi gengur það hratt og vel því það þarf endilega að nást að loka húsinu. Svo höfum við verið að skoða með loftræstinguna og þetta eru eilífar bæjarferðir.

 En á meðan við gerum þetta ríður Guðrún út og reynir að koma hrossunum í form. Hrossin sem við tókum inn eru Glíma, Kvika,Gnótt,Goði, Fálki og Þrenning sem er verið að temja. Svo eru auðvitað hestarnir krakkanna Baldur og Flipi inni og svo Þrinna sem Rikki er með í skólanum.
 Þessi ungu hross sem við tókum inn núna eru öll einstaklega þæg og byrja mjög vel. hryssurnar eru einstaklega efnilegar, sérstaklega er Kvika alveg bráðefnileg hvort sem er í ræktun eða keppni svo er hún alveg pollróleg sama hvað gengur á, Gnótt er öll að koma til verður býsna flott með háar herðar, og svo hún hefur erft fótaburðinn frá pabba sínum(Mola) sem er mjög gott en það er verra að prúðleikinn er alveg í mínus hverjum sem það er að kenna. Hún verður betri með hverjum deginum sem líður.
Fálki er alveg sallarólegur og yfirvegaður eins og systir hans Kvika, var frekar latur en er að bæta í vilja og byrjaður að tölta. Þrenning mín er bara frábær, opin og skemmtileg.
Svo erum við með tvo stóðhesta í gamla bragganum hér í Glæsibæ, við erum búin að taka svo margar millur í gegnum hann undanfarin ár að okkur fannst best að hafa Gelli og Vísi þar því þeir eru frekar í dýrari kantinum. Gellir er rosa skemmtilegur, fimmgangari með mikinn fótaburð eins og hjá Gnótt systir hans. Vísir er fallegur með góðar gangtegundir og góðan vilja.

 Þetta er kannski gott núna en allar upplýsingar um hrossin eru hér inná síðunni. Bætti líka myndum inná bygging hesthúss fyrir áhugasama. Núna dynur stórhríðin á glugganum, allt hálfófært og nýja hesthúsið fyllist líklega af snjó svo þeir feðgar fá að moka það einu sinni enn áður en við náum að loka því.

Á myndinni er Byr Andvarason og Nóttar bróðir Gellis og Gnóttar mikið efni hér á ferð.

02.03.2011 23:51

Byrjað að einangra

Þá er haldið áfram með fréttir Zetorinn er kominn í gagnið á ný það var sem betur fer hægt að gera við dekkið.Enda er þetta tækið notað alla daga og ég veit ekki hvernig við kæmust af án gamla Zetrors. Rikki og Valgeir hafa verið að keyra heim timbur sem Rikki fékk gefins, búnir að ná í fjórar kerrur og svo verið að naglhreinsa þetta svo það hægði aðeins á í byggingunni. Samt er næstum búið að slípa alla steypuna og svo fóru þeir feðgar að setja lokin fyrir haughúsgötin það kemur vel út. Jónas kom og setti plast í gluggana og setti fyrir suðurhurðina svo þetta fer að verða fokhelt. Í dag var verið að einangra og eru þeir hálfnaðir með loftið og þeir halda áfram við það á meðan það er svona hvasst og
ekki er hægt að vinna í mænisglugganum
                                                                   
       
                                                                  
                                                                                             

                                                                                                
Einangrað                                                                      .
  • 1