Tenglar

Nafn:

Hafdal-Hestar ehf

Farsími:

895-1118

Heimilisfang:

Glæsibær 2

Staðsetning:

Eyjafjörður

Kennitala:

660410-0820
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 371101
Samtals gestir: 87041
Tölur uppfærðar: 21.8.2017 19:28:08

Færslur: 2011 Febrúar

25.02.2011 16:53

Rok og leiðindi

Það byrjaði ekki vel dagurinn í dag því steinullin sem stóð á brettum uppá mel var fokin út um allt. Þetta er slatti af steinull svo það tók tíma að tína hana saman og bera ínní hús. Það var sprungið á traktornum síðan um daginn og þurfti að rífa afturdekkið undan. Við erum að verða frekar leið á dekkjaveseni það sprakk að framan á setor fyrir nokkrum dögum og þá þurftum við að kaupa ný dekk báðu megin að framan svo við vonum að það sé hægt að gera við þetta því það kostar býsna að dekkja vélina upp allann hringinn. Í gær fóru Rikki og Valgeir með rusl uppá hauga og löguðu aðeins til í hesthúsinu. Svo fór Rikki að slípa og Helgi Bergþórs. vinur okkar kom og sleit tengi í gríð og erg. Núna er Rikki farinn í skólann og tók með sér dekkið í viðgerð. Helgi kom svo líka í dag og kláraði að slíta restina af tengjunum svo það er búið, það er alveg magnað að það sé búið.

24.02.2011 23:47

Þakið komið á.

Það var lokið við að setja járnið á þakið í dag,alltaf gaman að klára eitthvað og skála í koníaki. Verð víst að fara að kaupa meira koníak því vonandi klárast fleira fljótlega.

23.02.2011 17:49

Norðurstafn

Þá er búið að loka norðurstafninum,við settum gamalt bárujárn á hann af því reiðskemman á að koma þar. núna er Rikki að slípa og Valgeir ríður út. Guðrún skrapp suður á hundasýningu.

21.02.2011 22:49

Þakið

Í dag var haldið áfram að setja járnið á, það vantaði því miður nokkrar plötur en þær koma á morgun eða hinn og þá verður þetta klárað.

20.02.2011 16:50

Þakið

Taka í nefið.

Þá er helmingurinn kominn á um kaffi. Vaskir menn.

20.02.2011 14:41

Þakjárn

Í dag er konudagur,en samt varð ég að elda handa 7.vöskum sveinum sem eru að setja járnið á þakið á hesthúsinu mínu. Ég sagði þeim að betri gjöf fengi maður ekki á konudaginn en fullt að karlmönnum að snúast í kringum mann, verst að þeir eiga konur heima sem eru kannski ekki eins ánægðar. Það er verið að setja járnið á þakið og við megum sannarlega þakka fyrir þessa blíðu sem hefur verið þessa daga æðislegt ef næst að loka húsinu fyrir næsta hret.

18.02.2011 21:26

Þakið.

Rikki byssubói
Valli handlangari

Nú er verið að undirbúa að setja bárujárnið aftur á þakið. Það er eitt og eitt handtak áður en það er hægt það þarf að búa til loftun fyrir þakið,setja tommuborð ofaná sperrurnar og undir líka, setja bönd milli sperra svo þakpappinn leki ekki niður milli sperra svo manni finnst þetta næstum því endalaust.  Sem betur fer eru til góð tæki eins og naglabyssur til að flýta fyrir, við keyptum eitt stykki og þá gekk þetta fínt,  handleggirnir á Rikka og Jónasi hefðu lengst nokkuð ef þeir hefðu þurft að negla þetta allt. Ég skrapp uppeftir í gær og sló frá veggstubbunum utan við húsið.  Svo kom nágranni okkar hann Jóhann vinur Valgeirs í dag og hjálpaði Valgeiri við að slá frá stíuveggjunum svo það er næstum búið líka.  Við stefnum að því setja bárujárnið á á sunnudaginn ef vel gengur.

Jónas sagar.

14.02.2011 18:26

Krossviður kominn á.

Þá er búið að setja krossviðinn á þetta breytist mikið við það. Rikki er að slípa steypuna núna, gerir það ef það er laus stund svo eru það járningar eftir kvölmatinn.

12.02.2011 15:21

Síðasta steypan

Þá er gaman að segja frá því að í dag var steypt síðustu steypu í hesthúsinu í Glæsibæ, það tókst í þrem atrennum. Þegar var verið að steypa síðasta stíuvegginn var steypan búin það var hringt og fengið aðeins meira en þá var hún svo gróf að allt stíflaðist og þeir urðu að dæla hluta bara á jörðina svo það mátti enn taka upp símann og hringja á meiri steypu, ótrúlegt þegar er verið að steypa rúmmlega 3. rúmmetra og þurfa þrjár ferðir.  Allt er þá þrennt er : segir málshátturinn og líka : Allt er gott sem endar vel : og annað er ekki hægt eins og blíðan er í dag.
Þetta tókst allt vel og við fórum heim og fengum okkur kaffi og koníak til að halda uppá þetta.

Síðasti stíuveggurinn.
Verið að hringja og biðja um meiri steypu.
Enn hringt eftir steypu

09.02.2011 23:55

Byrjað að klæða húsið.

Þá er komið að því, byrjuðum að klæða húsið með krossviði, ótrúleg breyting að horfa uppeftir svo maður tali nú ekki um það sem ekki sést lengur. Nú sé ég semsagt ekki lengur upp í hólf til hrossanna sem er galli, en þetta er þvílík breyting. Reynum að steypa á morgun síðustu steypu, það væri alveg frábært ef það tekst.Verið að setja krossviðinn á.

08.02.2011 21:56

Rós seld.

Rós frá Hraukbæ er seld og fer hún til Þýskalands í haust. Við munum hafa hana hérna hjá okkur og svo er stefnan að fara með hana til stóðhests í sumar og síðan mun hún fara til eiganda síns í haust.


07.02.2011 20:32

Uppslætti lokið.

Nú er uppslætti lokið og bara beðið eftir hlýindum til að geta steypt síðustu steypu, en þó ekki sé hægt að steypa er nóg annað. Þeir hafa verið að setja langböndin á, það er verið að fara yfir allt með réttskeið svo ekki séu hæðir eða lægðir eða aðrar skekkjur því þetta var bara gamalt refahús og langböndin ekki alltaf jafn þykk og svo aðeins snúist með aldrinum og svo breyttum við grindinni aðeins svo það þarf að láta þetta allt flútta saman. Rikki var líka í skólanum þessa helgi og svo var hið árlega  þorrablót með öllu sem því tilheyrir, það var alveg frábær skemmtun.

Búið að steypa allt að austanBúið að slá upp að vestan
Veggstubbur við haughús austanVeggstubbur við haughús vestan

01.02.2011 15:29

Tekið inn.

Þá gátum við ekki beðið lengur með að taka inn,Guðrún mætt en ekkert hesthús. Við tókum hesthúsið á Dagverðareyri á leigu og tókum inn átta hross þar í dag og svo kemur Baldur hennar Guðrúnar að sunnan og eitt í tamningu og þá er fullt þar. Hérna heima erum við með tvö hross í gamla hesthúsinu hann Vísir og svo náðum við í Gelli í Björg en hann hefur verið þar í góðu yfirlæti hjá Vidda og Ollu. Gellir virtist ánægður með að koma heim sýndi sína bestu takta það er hrein unun að horfa á klárinn fljúga um á þessu svifmikla brokki og lyftingin er þvílík að það hefur valla annað eins sést á þessum bæ. Set hérna inn mynd af Glímu u. Þraut og Þorra f. Þúfum. sem var ein af þeim sem var tekin inn í dag.


  • 1